*andvarp*
föstudagur, desember 29, 2006
í dag grenntist druslan um tvöþúsund orð, ég fór út að borða með skvísum, leit út eins og ég hefði lifað af tískuslys, teiknaði Móðir Theresu yfir holt og hæðir og reyndi við Þorlák helga með afar dræmum undirtektum. Pictionary rokkar feitt....
andvarpaði Lára klukkan
02:51
fimmtudagur, desember 28, 2006
ekki nýtt ár, engin áramótaheit, bara óstjórnlega bloggvænar ólgandi fréttir....Í gær málaði ég hommalegustu piparkökur sögunnar!
..svona hóft síðasta tilraun mín til bloggs...sem framin var þann fjórtánda nóvember síðastliðinn. Ég hætti semsagt við þegar önnur lína var rétt svo hafin og rúmlega mánuði síðar ætla ég að gera aðra og gæfulegri tilraun.
Nú er staðan svoleiðis á Lárunni að hún er farin að sjá fram á líf eftir stress tímabil dauðans, já ég segi dauðans, því aldrei hef ég nokkurntímann upplifað annað eins. En tímabilinu er því miður ekki enn lokið og ég vinn hörðum höndum að því að púsla saman textabúnti og hnoða orðunum saman í heildstæða lokaritgerð, skreyta með heimildatilvísunum og ólæsilegum usst og nottla dæmum...vonandi verður útkoman meira straight en bleikmáluðu piparkökurnar mínar.
Það er ofsalega gott að vera á Akureyri, fjölskyldufaðmurinn er ansi góður og meðlimirnir með nægilega breitt bak til þess að fá Láruna heim úr ritgerðargeðveikinni þarna fyrir sunnan. Ég er búin að hafa það agalega gott, sofa og borða sem hefur eitthvað farist fyrir undanfarnar vikur og skellti mér meiraðsegja á almennilegt djamm í gær. Stútaði hvítvínsflösku á innan við klukkutíma, bað þjónustustúlkuna á barnum að selja mér eitthvað sem ekki myndi valda þynnku, endaði með tvöfaldan malibu blandaða í einhverja gula vælu sem er skotheld leið beint ofaní klósettskálina. Ég var samt sjálfri mér og öðrum til skemmtunar, grítandi frönskum í frændur og höslandi eftirpartý vegna fyrrnefndra fíflaláta.
Ég hafði hugsað mér að taka upp blogghanskann í þessum orðum en til þess að þetta virki sem skildi þarf ég að taka síðuna mína enn og einu sinni í gegn...það gengur ekki að hún sé skökk og ólæsileg.
Þangað til næst bið ég ykkur öll vel að lifa, eigiði hjólandi góð jól, skemmtið ykkur á skíðum og njótiði nýja ársins....
Lífið er ljúft og Láran er byrjuð að blogga!!!
húrra....
andvarpaði Lára klukkan
01:21
sunnudagur, maí 28, 2006
jájájá..ég litaði augun mér með fatatúss í kvöld...ætli ég vakni blind á morgun?
Kvöldið fær kudos, nýir vinir sem vonandi hanga inni, refused og elskulegasta fólkið mitt....allt nema knústilfinningin sem virðist aldrei ætla að hverfa! are u here to stay?
andvarpaði Lára klukkan
03:18
þriðjudagur, maí 02, 2006
já...brjálað að gera í aðgerðarleysinu. Merkilegt hvað maður getur haft mikið að gera án þess að koma nokkru í verk! Árshátíð Góðs fólks um helgina þar sem morð verður sett á svið og menn verða í búning. Ég er á leiðinni á hverjum degi að redda mér kössum til að byrja að pakka niður búslóðinni minni, íbúðarafhending eftir nokkra daga..sem þýðir, styttra í málningarslettur út á kinn og innflutningsgrillpartý á pallinum!
Ég sem vissi ekki að *andvarpið* efst á síðunni væri færanlegt...blikkblikk!
andvarpaði Lára klukkan
23:05
sunnudagur, apríl 16, 2006
You'll Look a Little Lovelier Each Day with Fabulous Pink Lára.
tékkið á
the advertising slogan generatorausturrískar kveðjur
andvarpaði Lára klukkan
17:57
fimmtudagur, apríl 06, 2006
ég er ekki bitur...takk! ég er glöð, full af tilhlökkun og ég er ánægð...undarlegt en satt, þá er fátt sem kemur mér út jafnvægi þessa dagana, sem er gott. En ég þarf samt að hanna nýja síðu, sem mér finnst skítt því eitthvað í einhverjum netvöfrurum höndla ekki eitthvað í uppsetningunni á síðunni minni, kann ekki að útskýra vegna þess ég skil það ekki og þessvegna get ég heldur ekki breytt því í template-inu sem þessi síða byggist á.
En að öðru...
Ég ætla eftir 7 daga að setjast uppí flugvél með meirihlutanum af fjölskyldunni minni og ganga með þeim, stærri litlu systur minni og Lallanum um Vínarborg um páskana. Vonandi verð ég orðin prósentuhlutaíbúðareigandi þegar þar að kemur...*krossafingur* svo ef allt gengur er það bjór á pallinum í sumar...og þér er boðið!
Kudos: áframhaldandi vinna á Góðu fólki og tími til að surfa tónlist í vinnunni og uppgötva ný bönd í tugatali...
Hafið það skítt...
andvarpaði Lára klukkan
09:15
fimmtudagur, mars 30, 2006
þegar eg er búin að finna íbúð og tryggja mér hana, sauma peysuna mína, laga skóna mína, taka til í íbuðinni minni, mála húsgögnin mín, skipta um áklæði á sófanum mínum, ganga frá fötunum á gólfinu mínu, sópa gólfið, þrífa baðið og kaupa inn ætla ég að gera nýja síðu....ég er orðin leið á því að fólk noti svarta hægristilltakonumyndina sem hangir yfir textanum sem afsökun fyrir því að lesa ekki! Ég leggst undir feld með fartölvuna og finn eitthvað nýtt....þangað til...sættið ykkur við þetta sökkerar og blokkerið textann..já eða sleppið því að lesa!
andvarpaði Lára klukkan
12:42