[bloggið] [ég] [annað] [aðrir] [gamalt]

Velkomin á lárublogg


Þegar allt lék í lyndi var lífið yndislegt. Ástin flögraði á milli okkar eins og fiðrildi á fögrum degi á blómguðu engi. Lífið lék um okkur eins og ljúfur haustvindur, hlýr en ferskur. Ég get eiginlega ekki lýst því almennilega hvers þetta samband var megnugt. Það var eitthvað við það hvernig við vorum saman, hvernig straumurinn kitlaði í maganum á mér í hvert sinn sem hún horfði á mig og hvernig ég gat horft endalaust í augun á henni án þess að blikna. Hún var stöðugi punkturinn í minni tilveru og ég kletturinn hennar. Við stóðum uppi eftir margar áreynslur, marga vinda og illviðri. Við stóðum saman, það eitt skipti máli.

?-Lára feb´06